Myrkur

0 Kommentcomments



Ég og Dóri tókum létt svif rétt út fyrir bæinn á túrbókvatró í gær. Dóra vantar líka einhvern til þess að æfa sig með á hjólinu. Spurði mig hvort að ég gæti tekið með honum rúnt við tækifæri og setið aftan á hjólinu hjá honum. Kappinn verður víst að vera góður með farþega áður en hann fer að bjóða skvísunum í bíltúr. Ég veit samt ekki alveg hvort að ég eigi að treysta manni sem að hringir í mann 1-2 í viku og segist vera búinn að bæta hraðametið sitt til þess að keyra hægt og rólega með mann aftaná. Ég meina hvað gerir maður ekki fyrir vini sína.

En já það var myrkur í Reykjavík í gær. Ég tók nú ekki eftir neinu svaðalegu myrkri. Ég, B****(ritskoðað(Berglind)) og Dóri fórum uppí kórahverfi og sáum þar yfir alla Reykjavík og ég giska á að það hafi verið svona í kringum 1/10 af ljósum borgarinnar myrkvuð og það gerðist ekki neitt. Þetta var alveg mjög mikið flopp, það var ennþá massalýsing frá borginni. Þetta var slapt.

Vændiskonur sendar heim
Tvær pólskar vændiskonur eru á heimleið eftir að lögreglan kom upp um starfsemi þeirra. Grunur leikur á að einhver eða einhverjir hafi staðið á bak við starfsemina og að því beinist rannsókn lögreglu nú. Konurnar héldu til í íbúð í Reykjavík og auglýstu starfsemi sína á vefnum einkamál.is.
Lögreglan fékk ábendingar um vændi kvennanna og með því að hringa í þær var ljóst að grunur um vændi var á rökum reistur. Í framhaldinu voru konurnar, sem eru rúmlega tvítugar, færðar á lögreglustöðina á Hverfisgötu, þar sem þær voru yfirheyrðar. Konurnar vildu ekki segja lögreglu frá hver eða hverjir hefðu fengið þær hingað til lands og stæði á bak við starfsemi þeirra. En rannsókn lögreglu beinist nú að því að finna þann eða þá sem seldi þær í vændi. Konurnar höfðu dvalið á Íslandi í um tvær vikur þegar þær voru færðar í skýrslutöku síðastliðinn föstudag. Konurnar eru komnar með farseðla í hendur og fljúgja til síns heima á morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Yes hello this is the Police are you selling your body?
NO!
Okey *click*

Peace
SveinnP

Kvartanir

2 Kommentcomments


Ég hef fengið það að undanförnu frá hinum ýmsu aðilum að það skilji ekki hvernig á að kommenta og fatta ekki að ýta á fyrirsögnina. Ég ákvað þessvegna að skrifa KOMMENT fyrir aftan fyrir unga ónefnda stúlku sem að byrjar á Á og endar sta.

En það er massafjör í gangi keilumótið er á eftir og ég er ennþá lifandi eftir BootCamp, reyndar pínulítið þreyttur á því en það er allt í lagi.

Ég fór á Step up í gær með minni heittelskuðu. Þetta er klárlega ein af þeim verri ræmum sem að ég hef séð. imdb.com gefa henni 5,1 sem að er of hátt og kvikmyndir.is gefa henni 8,8 sem að er ALLTOF hátt. En hvað er að gerast í Hollywood? Það hef ekki komið meistarverk frá Hollywood í mörg mörg ár. Hver var síðasta stór mynd frá Hollywood?
Það er ekki nema vona að sala á miðum í bíó sé ekkert að aukast gæði kvikmynda hefur farið mjög langt niður þetta er orðin fjöldaframleitt drasl eins og hvað eru búnar að koma margar dansmyndir sem að er eins og step up með svona ástardramamixi með.

Peace
SveinnP



Jæja erum við hress? Veistu ég veit það ekki. Það er keilumót í vinnunni á föstudaginn og ég er skráður í keilufélagið Fálkinn frá Sandgerði. Í því liði eru Legends í keilu heiminum Svenni Snúningur, Oddný Champ, Frímann Fella og Viggó túhöndred. Eftir keilumótið verður haldin skrúðganga í Sandgerði þar sem að við munum fagna sigri okkar fram eftir nóttu sem að verður svo lokið með stærstu flugeldasýningu sem að Sandgerðingar hafa séð.

Fallegi Alanó klúbburinn í Breiðholti er dáinn en andi hans mun ávallt lifa. Kransar og annað slíkt eru afþakkaðir en þeir sem vilja geta mætt þegar að við flytjum út og vottað virðingu sýna. En Gula Húsið here I come.

Bootcampið byrjaði á þriðjudaginn og ég kom víst ágætlega útúr þessum mælingum með 10% Fitu 79, kg og ég er stór. Það er eiginlega eins gott að þetta drasl virki því að annars nenni ég þessu ekki. Reyndar fuckaði ég eitthvað í gaurnum og ég held að ég verði drepinn núna strax í fyrsta tímanum í sal bara núna á eftir. En allavegana þá verð ég jarðaður í kyrrþegi á eftir í pressugámnum fyrir utan vinnu, kransar og annað slíkt drasl afþakkað.

Peace
SveinnP

Sjálfsvorkun

1 Kommentcomments


Ætti ég ekki að koma með sjálfsvorkunarpistla svona einu sinni í viku og deila með okkur hvað ég á rosalega erfitt. Til dæmis akkúrat núna þá er ég með hausverk, mér er illt í hálsinum, ég er með verk fyrir brjóstinu og það er fimmtudagur og sjúklega mikið að gera í vinnunni.
Þá er það komið.

En hvað sem öllum sjálfsvorkunarpakka líður að þá datt Magni fyrstur út í gær og hverjum er ekki sama? Þetta er svona jeyj Magni Frændi komst langt. Ég meina rosa töff að íslendingur sé kominn svona langt í einhverjum sjónvarpsþætti. Við verðum líka að horfa á það að það er mjög töff að vera frá íslandi og koma til íslands, það er náttúrulega tískubylgja í gangi í USA.
En til hamingju Magni.

Það má ekki gleyma bingóinu á föstudaginn í héðinshúsinu(seljavegi 2) til styrktar alanó klúbbnum í breiðholti ALLIR að mæta byrja kl 21:00 geggjaðir vinningar í boði, kökubasar og meira töff.

Peace
SveinnP

Geggjun

0 Kommentcomments


Það er djöfulegur hressleiki í gangi alveg bara hættulegur hressleiki. Lea Sif startaði síðu fyrir '86 árganginn úr Háteigs sem að er massiv töff. Ég mæli með innliti þar á bæ. En hvað um það að þá heldur lífið samt alltaf áfram að rúlla hvað sem fjölda bloggsíðana á vefnum fjölgar.
Ég veit ekki alveg hvað ég er að pæla en ég skráði mig í bootcamp í vinnunni, sem að er reyndar frekar töff framtak af Samskip að niðurgreiða fyrir okkur bootcamp. Ég veit það samt að ég á eftir að deyja áður en að þetta 5 vikna námskeið verður búið. Lyfta með Dóra og bootcamp SHIT!!!
Britney var samt að punga út öðru barni það á að banna þetta. Svona geðsjúklingar með 2 krakka. En samt í ég veit það ekki.
Ég fór líka að spá í það með okkur Íslendinga, við erum svo manískir þegar að kemur að því að taka þátt í svona raunveruleikasjónvarpsþætti. Eins og Magni er núna með þetta Supernova kjeft. Við breytumst allt í einu í 4 milljónir og hann valtar yfir kosninguna og auðvitað finnum við leið til þess að svindla. En hann er samt að standa sig vel strákurinn þetta. Ég fór svona að velta því fyrir mér líka hvað myndi gerast ef að íslendingur færi í Survivor, það myndi allt TRYLLAST.

Peace
SveinnP

Allt í gangi

5 Kommentcomments


Í dag er 11 sept. Það eru semsagt 5 ár frá 9/11 sem að er skemmtilegt eða svona. En allavegana að þá er alltaf talað um að fólk muni hvar það var þegar að Kennedy var skotinn. Ég man það reyndar ekki sökum þess að ég var ennþá glampi í auga föður míns.
En ég man mjög skýrt hvar ég var þegar að 9/11 gerðist. Ég var í fjölmiðlafræði að bíða eftir að fjölmiðlakennarinn kæmi inn í stofunni (hún var sein STANDART hún), ég man að við vorum síðan rekin heim með glósubók því að það væri komið stríð í USA. Ég, Steini Kári og einhverjir fleiri þutum til Steina og horfðum á CNN það sem að eftir lifði degi. Ekki man ég samt hvort að við sáum seinni vélina fljúga í turninn en ég veit það að við vorum á undan Bush að byrja að fylgjast með árásinni.

Hvar voruð þið þegar að þið heyrðuð af 9/11?

Peace
SveinnP

Um Svenna

Aðrir Nördar


Góðar síður


Ljósmyndasíður

Síðust Færslur

Mánuðir


ATOM 0.3