Í dag er 11 sept. Það eru semsagt 5 ár frá 9/11 sem að er skemmtilegt eða svona. En allavegana að þá er alltaf talað um að fólk muni hvar það var þegar að Kennedy var skotinn. Ég man það reyndar ekki sökum þess að ég var ennþá glampi í auga föður míns.
En ég man mjög skýrt hvar ég var þegar að 9/11 gerðist. Ég var í fjölmiðlafræði að bíða eftir að fjölmiðlakennarinn kæmi inn í stofunni (hún var sein STANDART hún), ég man að við vorum síðan rekin heim með glósubók því að það væri komið stríð í USA. Ég, Steini Kári og einhverjir fleiri þutum til Steina og horfðum á CNN það sem að eftir lifði degi. Ekki man ég samt hvort að við sáum seinni vélina fljúga í turninn en ég veit það að við vorum á undan Bush að byrja að fylgjast með árásinni.
Hvar voruð þið þegar að þið heyrðuð af 9/11?
Peace
SveinnP
á sama stað og þú, í fjölmiðlafræði
En fórst þú með mér og Steina Kára heim til hans?
ég er ekki frá þvi já...
Sko ég var veikur heima þegar þetta gerðist og þið brunuðuð heim til mín, mig rámar hinsvegar í eitthvað um að óli eðla (RIP) hafi verið mjög harður þennan daginn og horft á CNN einn, á meðan hann skipaði nemendum 10. bekkjar að vera að gera einhverjar skýrslur....
Passar það eitthvað?
Veistu, ég bara hreinlega man það ekki. Ég man bara að allur fjölmiðlafræði tíminn var sendur heim.