0 Kommentcomments

Ég var að spila á götukörfubolta mótinu í gær, við spiluðum eins og fíbl allan tímann og lentum í öðru sæti í riðlinum okkar. Töpuðum fyrsta leiknum 11-8 áttum að vinna hann auðveldlega. Unnum svo alla hina leikina frekar tæplega. Vorum að mínu mati í lang lélegasta riðlinum.

En burt frá því séð þá var Samskip með gott djamm á Glaumbar í gær þar sem að Bjarki fór á kostum um kl 11 þá var hann á snepplunum að dansa hálfnakinn uppá borðum. En ég skrapp á Óliver í gær og það er nú ein sú mesta skítabúlla sem að ég hef komið inná lengi. Jesús minn þangað ætla ég ekki aftur inn. Staðurinn einkendist af ríkum plebbum og klæðskiptingum. Þannig að ég fór nú bara frekar snemma heim úr bænum. Samt tókst mér að sofa til FUCKING sjö. Vó, svefndagurinn mikli var í dag. Ég held að það hafi verið um 15 missed call á símanum hjá mér og guði sé lof þá var hann á silent. Standart samt þegar að maður ætlar sér að taka svefn daginn mikla þá verður maður líka herra vinsæll dagurinn og allir þurfa að ná í mann. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. En allavegna ég ætla að kíkja í bíó eða eitthvað sniðugt.

Peace
SveinnP

Skrapp í smá sumarfrí

3 Kommentcomments


Ég ákvað að skreppa í smá sumarfrí frá blogginu. Ákvað það reyndar eiginlega ekkert það bara gerðist. En hérna kannski væri gaman að stikla á stóru og segja ykkur aðeins frá því hvað hefur gerst í sumar.

  • Mér var sagt upp í vinnu í fyrsta skipti á ævinni. (vegna samdráttar í fyrirtækinu)
  • Ég fékk MIKLU betri vinnu hjá Samskip
  • Ég fór til Grikklands, það var GEGGJÓ
  • Ég byrjaði með stelpu
  • Ég er ennþá með henni
  • Mér þykir í alvörunni vænt um hana(vó...hvað er í gangi)
  • Guð er góður
  • Ég er ennþá edrú, ég semsagt datt ekki í það í sumar. ÚJE
  • Ég á bílinn minn ennþá og ég er ekki ennþá búinn að beygla hann
  • Ég keyfti mér CRAZY myndavél og er orðinn myndaóður
  • Ég fór í steiktustu útilegu lífs míns með Dóra "Standart" og Dóra "bíddu aðeins"
Þetta var alveg GEGGJÓ sumar

En allavegana þá ligg ég bara uppí rúmi að bíða eftir einhverju...veit ekki hverju en allavegana einhverju.
Það er körfuboltamót á Klambró á morgun. Ég býst við því að Heimamenn(Ég, Maggi, Drizza og Gísli) eigi eftir að taka þetta.

Peace
SveinnP

Um Svenna

Aðrir Nördar


Góðar síður


Ljósmyndasíður

Síðust Færslur

Mánuðir


ATOM 0.3