
Ég er alveg að tryllast þessa dagana. Ég er semsagt farinn að mynda og skrifa fyrir www.karfan.is sem að er bara töff, ætti að stækka portfólínuna mína. Ég er líka að spá í að leggja ljósmyndun fyrir mig sem aðalstarf í framtíðinni. Er alvarlega að spá í ljósmyndaskóla einhversstaðar úti í hinum stóra heimi. Búa í útlöndum er alveg feitt shit. London heillar alveg mjög mikið jafnvel DK veit samt ekki. Langar bara að komast inní einhvern góðan skóla. Ég set þetta á svona 3-4 ára planið mitt.
Ég skráði mig líka á ljósmynda námskeið sem að er bara mjög kúl sko.
Ég verð samt eitthvað að fara að íhuga sunnudagssvefn geðveikina mína. Núna 2 sunnudaga í röð sef ég til 6 sem að gerir það að verkum að ég get ekki sofnað alla nóttina. Geri ráð fyrir því að vera vakandi í alla nótt blastandi JohnB og taka til.
Peace
SveinnP
Svenni minn þetta verður allt í lagi.. og þú ert miklu líkari íkornanum í rauðhettu heldur en Hannesi..