Ætti ég ekki að koma með sjálfsvorkunarpistla svona einu sinni í viku og deila með okkur hvað ég á rosalega erfitt. Til dæmis akkúrat núna þá er ég með hausverk, mér er illt í hálsinum, ég er með verk fyrir brjóstinu og það er fimmtudagur og sjúklega mikið að gera í vinnunni.
Þá er það komið.
En hvað sem öllum sjálfsvorkunarpakka líður að þá datt Magni fyrstur út í gær og hverjum er ekki sama? Þetta er svona jeyj Magni Frændi komst langt. Ég meina rosa töff að íslendingur sé kominn svona langt í einhverjum sjónvarpsþætti. Við verðum líka að horfa á það að það er mjög töff að vera frá íslandi og koma til íslands, það er náttúrulega tískubylgja í gangi í USA.
En til hamingju Magni.
Það má ekki gleyma bingóinu á föstudaginn í héðinshúsinu(seljavegi 2) til styrktar alanó klúbbnum í breiðholti ALLIR að mæta byrja kl 21:00 geggjaðir vinningar í boði, kökubasar og meira töff.
Peace
SveinnP
Þú ert ágætur greyið kallinn fékk bara tár og allt.