Ég veit ekki hvað málið er þessa dagana
Í fyrsta lagi þá bilaði bíllinn minn á föstudaginn.
Netið hefur ekki virkað síðustu daga.
Ég fékk ekki lánsbíl frá Heklu fyrr en í gær og það er Polo.
Það tekur 2 vikur að gera við bílinn.
Toppurinn á ísjakanum er svo að ég er veikur í dag.
Helgin síðasta var samt alveg góð sko. Fór í stúdentsveislupartý á Kaffi Reykjavík sem að var bara mjög fínt. Hitt þar menn eins og Selfoss-Alla, Steina-Litla, Gunna-er-ekki-með-bílpróf-afþví-að-ég-hlusta-ekki og fullt af öðru skemmtilegu fólki. Endaði á að djamma eitthvað fram eftir nóttu. Natascha ákvað að reyna að kenna mér að dansa sem að er auðvitað ekki hægt. "Svenni þú ert svo stífur" þetta var það eina sem að ég heyrði.
Vikan hefur annars verið ágæt bara vinna fundur brennslan, vinna fundur brennslan, vinna fundur brennslan, VEIKUR!!!! margt búið að gerast hjá mér.
Peace
SveinnP
0 Responses to “Veikur”
Leave a Reply