Það var ást við fyrstu sýn!


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...




Ég veit ekki alveg hvaðan þessi titill kemur en þetta er búið að hljóma í hausnum á mér í soldin tíma núna. Bara þessi 1 setning úr þessu ágæta lagi.

En hann Gísli og hún Ebba héldu líka þetta ágætis afmæli á laugardaginn. Ég reyndar mætti soldið seint sökum þess að ég þurfti aðeins að ræða við lögregluna áður en að ég mætti. Förum ekki nánar útí það á þessum fallega vef. Mér finnst samt mjög lélegt að Ebba hafi verið farin þegar að ég kom og afmælið var ekki einu sinni búið.

Gísli er samt nú meiri kjáninn. Hann tók það svokallaða rósasalaskap á barnum á laugardaginn og ætlaði að berja allt og alla en hann er víst eitthvað feiminn strákurinn og vill ekki láta stráka snerta sig á dansgólfinu. Já Gísli ætlar að flytja til Ítalíu útaf því að stelpurnar í keiluhöllinn vilja hann ekki lengur. Ég veit ekki alveg hvað hann ætlar að gera þarna úti en ætli það sé ekki nóg af keiluhöllum þarna suður frá. Líka magnað að hann skuli vera að dissa mig í minni ljósmyndun. Hann er fréttaritari og hann gæti ekki stafsett rétt þó að ég myndi miða byssu að hausnum á honum. Mér finnst það nú alveg frekar slæmt. Ég sit bara hér stoltur bloggari með kolranga stafsetningu. Úje...
En hver man ekki eftir bestu bílakaupum ársins 2004 þegar að Gísli Ólafsson keyfti BMW. Ég man ekki hvað hann átti hann lengi en ég man að hann var bilaður í næstum því ár. Ætli hann hafi ekki verið notaður í svona 20% af tímanum sem að hann átti hann.

Ég verð nú samt að segja það að ég á eftir að sakna litli stráksins á Ítalíu. Þótt að hann Gísli sé nú soldið vitlaus þá á ég eftir að sakna þessa drengs.

Það er rosalega erfiður tími framundan. Það fer að koma að því að maður hættir að sjá vini sína nema svona á 2 ára fresti eða eitthvað. Seli er að fara til Suður-Ameríku á flakk með langri viðkomu í NY city eftir áramótin. Gísli er að fara til Ítalíu að reyna við litla stráka og kíkja á Kastró á kúbu en honum er víst eitthvað illt í honum. Ebba að fara eitthvað sem að er ekki alveg ákveðið, vonandi til Köben. Maggi á leiðinni til Köben sem að er gott. Ég að fara til Köben þannig að ég og Maggi verðum bara chillandi á strikinu í góðu yfirlæti og vonandi velur Ebba skólan í köben líka þá getum við púllað 3-some á miðju strikinu. Eru einhverjir fleiri að fara út? er ég að gleyma einhverjum eða er einhver sem að segir mér ekki að hann sé að flýja land?

Magnað samt hvað Gísli er sár yfir því að Finnbogi hafi kommentað. En þess má geta að þetta er hann Finnbogi AKA Bóbó sem að er að tjá sig en ekki ég því miður, væri samt fyndið ef að ég væri með svo mikla aumingjakennd að ég væri farinn að kommenta undir dulnefni.
Fyndið samt að hann sé að reyna að koma hommaskapnum yfir á mig. Hver er það sem að er að skoða besefann á mönnunum í vesturbæjarlauginni? var það ekki Gísli játaði hann það ekki á sínu eigin bloggi? Ég get samt ekki sagt að ég sé mjög hrifinn af Gísli en mér þykir samt sem áður rosalega vænt um hann og ykkur öll líka. Annað fyrst að hann er að tala um hommaskap að þá var Gísli að tala við einhvern gaur á prikinu sem að gaf honum bjór í afmælisgjöf og kappinn hélt bara að hann væri kominn í feitt Gísli sat við hliðiná þessum gæja og hélt utan um hann og ég hélt bara að það væri þetta venjulega hjá Gísli þetta andskotans trúnó session. En ég ætlaði svo að reyna að ná að tala við Gísli til þess að draga hann á einhvern annan stað þá var hann að tala um að taka gæjann í rassinn afþví að hann elskaði hann svo mikið. Gísli rólegur á því að vera hommi en vá djöfull ertu easy.

Peace
SveinnP

1 Responses to “Það var ást við fyrstu sýn!”

  1. Anonymous Nafnlaus 

    Jæja kallinn minn krimma djöfull alltaf að blogga hmmmm ekkert svo duglegur

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Svenna

Aðrir Nördar


Góðar síður


Ljósmyndasíður

Síðustu Póstar

Mánuðir


ATOM 0.3